Frelsi

Staður: Þjórsárdalur
Stund: Verslunarmannahelgin 1983
Með vinum og kunningjum inni í tjaldi. Sextán ára og framtíðin björt. Búið að bíða lengi eftir þessari helgi. Nú á að detta í það! Þú hikar augnablik, en færð þér svo sopa. Mikið rosalega bragðaðist þetta illa. En vinirnir eru duglegir að hvetja þig áfram og kenna þér réttu aðferðirnar. Þú lætur þig hafa það og brátt komu áhrifin í ljós. Vá, þetta var bara fínt. Þú varðst kát og hress, fyndin og óhrædd við að segja og gera það sem þig langaði til.
Í dag öfunda ég fólk, ákveðin hóp af fólki réttara sagt. Ég öfunda fólk sem aldrei hefur smakkað áfengi og þekkir ekki áhrif áfengis. Mikið rosalega vildir þú að þú hefðir aldrei byrjað og þekktir ekki áhrifin.

21 ári síðar
Staður: Reykjavík
Stund: 1. júlí 2004
Umkringd fólki og að drekka léttvín. Lifnaðir við eftir tvö glös og fannst þú skemmtileg og áttir auðvelt með að tala við fólk og leikur á als oddi. Allir voru skemmtilegir en það varði stutt, svona klukkustund eða tvær. Svo urðu flestir svolítið kjánalegir. Drukkið fólk getur verið kjánalegt. Þvílíkt falskt haldreipi að halda að maður sé skemmtilegri eftir nokkur glös. Ég öfunda fólk. Öfunda þá sem aldrei prófuðu.


Afhverju byrjar ungt fólk að nota vímuefni ?

,,Mér leið illa í skólanum , varð fyrir einelti og kveið fyrir hverjum degi.Mér

 

varð bara rétt pípa í partýi og ég prufaði .  Mér var sagt að hass hefði róandi áhrif á mann,,

,, Fannst það ,,cool” Vildi bara vera eins og eldri krakkar”

 

,,Veit það ekki ,vildi vera með , var í hópi með eldri krökkum og , ætli það hafi ekki bara verið einhver þrýstingur”

 

,,það var svo töff “

 

Þetta eru svör nokkurra unglinga sem voru í meðferð til þess að hætta neyslu á vímuefnum 2003.Víst er að sú barátta verður löng og erfið og skilur eftir sig ör alla ævi.   Öll neyttu þau fíkniefna í fyrsta skipti í heimahúsi hjá ,,kunningja” og stóðu venjulega  frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun um það fyrirvaralaust um hvort þau ætluðu að prófa.  Öll féllu þau á þessu prófi.  Þau áttu það öll sameiginlegt að þau eyddu litlum tíma með foreldrum sínum á unglingsárunum......Að vera í góðum tengslum við barnið er eitt það mikilvægasta sem foreldrar geta lagt af mörkum til að hjálpa barninu sínu að forðast neyslu á áfengi og fíkniefnum..

 

Leitaðu aðstoðar ef grunsemdir vakna, það er styrkur , ekki veikleiki


Réttur lífsstíll

Réttur lífsstíll

Því fyrr sem einstaklingur byrjar að nota vímuefni því meiri líkur eru á því að illa fari og erfitt verði að snúa aftur.  Ekkert lögmál er um að fólk þurfi á vímu að halda og ekki er hægt að sýna fram á að nein jákvæð áhrif vímuefna á líkamann.  Ásókn í vímuefni er frekar hægt að skýra með félagslegri þörf okkar að tilheyra hópi “ vera meðtekin “ af þeim sem maður umgengst.  Þess vegna er þetta fyrst og fremst okkar val um lífsstíl og þess vegna er svo mikilvægt að maður hafi aðgang að upplýsingum sem maður getur treyst,  t.d. um raunveruleg áhrif vímuefna.  Vinir koma og fara en eftir situr maður uppi með sjálfan sig alla tíð og á unglingsárum er maður varla búinn að fatta hver þessi  er.  Þess vegna er skaði vímuefnanna mestur ef maður byrjar of ungur.

Ef þú ert í vandræðum með að segja nei ef vímuefni standa þér til boða ættir þú  að skoða
Þessi tilsvör og þar má sjá margar áhugaverðar ástæður sem nefndar eru fyrir því að maður bara sleppur því að byrja, hver og einn hefur sínar ástæðu.  Maður þarf sjálfur að hafa vit fyrir sér.  Hvað ætlar þú að gera ?

  • því ég vil ekki láta vímuefni eyðileggja öll mín framtíðarplön
  • vegna þess að það er ekki hægt að spóla til baka ef illa fer
  • vegna þess að mig langar að hitta fólk án þess að þurfa að hugsa um lyktina út úr mér eða hvort eitthvað sjáist í augunum og svoleiðis
  • vegna þess að mig langar að vita hvernig ég virka í þessum heimi
  • vegna þess að ég er á kafi í tónlist og mér finnst ekki til betri tilfinning en að syngja með öllum líkamanum og finna fyrir hverri frumu, ef þið skiljið hvað ég á við
  • vegna þess að ég er ástfanginn
  • vegna þess að mig langar til að lifa heil
  • því ég er nokkuð forvitinn um framtíðina
  • því næstu ár gera mig að því sem ég verð, kannski alla ævi
  • vegna þess að ég er ekki tilbúinn að breytast í eitthvað annað en sjálfa mig
  • bara vegna þess að þannig get ég alltaf vitað hvað er að gerast og hverjir vinir mínir eru
  • því ég vil læra á sjálfa mig og geta sent öðrum rétt skilaboð, sérstaklega strákum auðvitað
  •  af því ég vil geta sagt allt satt og sleppt öllu stressi
  • Því ég er verulega einstakur og vil að fólk læri smám saman að meta mig fyrir það sem ég er
  • Vegna þess að mig langar að fatta sjálfan mig fyrst
  • Vegna þess að ég ætla mér að verða besta mögulega útgáfan af mér
  • Vegna þess að þegar ég er ég finnst mér ég geta allt, svoleiðis vil ég vera
  • Maður þarf að hafa á hreinu hvað maður er að gera til að geta gert það betur næst
  • Af því að það er nógu flókið að vera unglingur þó maður bæti ekki ruglinu við líka
  • Vegna þess að vinur bróður míns dó útaf töflum sem hann tók og hann var samt búinn að segja mér að hann væri með allt á hreinu
  • Af því að ég ætla að kynnast mér eins og ég er
  • Vegna þess að árin fram að tvítugu er maður í bakaraofninum og eins gott að taka ekki sénsinn á að opna of snemma því þá gæti allt farið í klessu

Sjálfsmeiðing og sjálfsvíg

16 ára stelpa segir frá:

 ,,Um jólaleytið tók ég inn slatta af svefnpillum. Þetta var brengluð hugsun, ég var eitthvað svo þreytt, ég vildi bara sofna og vakna svo eftir fimm ár. Ég var orðin svo ógeðslega þreytt á þessu.”

17 ára stelpa segir frá:

 ,,Ég man bara að ég stóð á klettabrúninni með sjóinn fyrir neðan og þráði að láti mig falla niður. Mér fannst ég detta, þegar einhver ósýnilegur kraftur kippti mér upp á brúnina og kastaði mér í grasið. Ég öskraði og grét og allar tilfinningarnar mínar fóru út. Ég var svo fegin að vera á lífi.”

15 ára stelpa segir frá:

 ,,Ég varð hrikalega reið þegar vinur minn framdi sjálfsmorð, mig langaði að öskra á hann og skamma hann fyrir að særa mig svona, svo var ég líka svo reið við sjálfa mig vegna þess að mér fannst eins og ég hefði átt að vita þetta. Ég vildi óska að hann hefði sagt mér að sér liði svona illa svo ég hefði getað hjálpað honum.”

Stundum getur vanlíðan eða reiði orðið svo yfirþyrmandi að eina leiðin til að finna að maður er lifandi virðist vera að meiða sjálfa(n) sig, skera sig, stinga sig, brenna sig eða rífa hárin af líkamanum. Erfitt er að skilja hvers vegna fólk gerir slíkt en yfirleitt er ástæðan veruleg vanlíða, hugsanlega eftir slæmt áfall. Sumir meiða sjálfan sig til að flýja tómleika eða þunglyndi eða til að sýna öðrum hvað þeim líður illa. Sjálfsmeiðing getur orðið að vana sem er erfitt að stöðva án hjálpar við að takast á við tilfinningar sínar og að skilja hvað veldur svo mikilli vanlíðan. Ef þú eða einhver sem þú þekkir meiðir sjálfa(n) sig talaðu þá við einhvern fullorðinn sem þú treystir, svo sem foreldri, kennara, skólasálfræðing eða skólahjúkrunarfræðing.

17 ára strákur segir frá:

 "Ég er allur í örum eftir sjálfan mig, sígarettur og hnífa, ég vissi ekkert hvers vegna ég gerði þetta, núna veit ég að mér leið bara svo illa að þetta virtist vera eina leiðin. ÞETTA ER EKKI EINA LEIÐin, það er til fólk sem getur hjálpað þér".

Þótt lífið virðist vonlaust og ömurlegt er sjálfsvíg aldrei svarið. Ef þú hugsar um sjálfsvíg talaðu þá við einhvern núna strax. ef vinkona þín eða vinur segir þér að hún/hann vilji ekki lifa lengur eða sé að hugsa um dauðann skaltu taka það alvarlega og hvetja hana/hann til þess að tala við einhvern fullorðinn strax.

Flestir hafa ekki hugmynd um hvernig þeir eiga að bregðast við ef einhver er með sjálfsvígshótanir og reyna að eyða umræðuefninu eða gera lítið úr því. Atriði sem gætu bent til sjálfsvígshugsana: Fyrri sjálfsvígstilraunir Tal um vonleysi og að vera einskis virði Tal um að vera byrði á öðrum Sjálfsvígshótanir, beinar eða óbeinar Áhugaleysi Hegðun eða tal sem virkar eins og kveðjustund Tal um dauðann Að hlusta mikið á lög um dauðann, teikna og skrifa um dauðann Fíkniefnaneysla, hraðakstur og önnur áhættuhegðun. Að gefa öðrum hluti sem hafa tilfinningalegt gildi.

Hvað áttu að gera ef einhver hótar sjálfsvígi: vertu róleg(ur). Segðu manneskjunni að þú takir hana/hann alvarlega og þú viljir hjálpa. Sýndu að þér sé ekki sama, spyrðu spurninga um líðan manneskjunnar. Farðu með manneskjunni eða hringdu og segðu einhverjum fullorðnum sem þið treystið, að hún/hann þurfi hjálp strax. Alls ekki gera lítið úr hugsunum, líðan og tilfinningum þess sem hótar sjálfsvígi. Hafðu í huga að þú gerir ekki kraftaverk og það er alls ekki víst að þú gerir þér grein fyrir að vanlíðan fólks í kringum þig sé svona mikil. Það er eðlilegt að finna fyrir sektakennd ef einhver nákominn þér fremur sjálfsmorð en þá er mikilvægt að tala um það.

Ef þú ert að hugsa um sjálfsvíg Leitaðu hjálpar strax.


Ofsahræðsla meðal barna og unglinga

Ofshræðsla eða felmtursröskun (panic disorder) er fremur algengur kvilli hjá öllum án tillits til aldurs. Börn og unglingar sem þjást af ofsahræðslu finna til ólýsanlegrar vanlíðanar. Þessu fylgir hraðari hjartsláttur og andarteppa. Þessi kvíðaköst geta varið allt frá nokkrum mínútum upp í klukkustundir. Kvíðaköstin gera ekki boð á undan sér. Einkennin geta meðal annars verið þessi:

Ákafur ótti (um að eitthvað hræðilegt sé að gerast)

Óreglulegur eða hraður hjartsláttur

Svimi Andarteppa eða köfnunartilfinning

Skjálfti Óraunveruleikatilfinning

Ótti við að deyja, missa tökin á öllu eða að verða geðveikur

Ætla má að um 6000-7000 Íslendingar munu einhvern tíma á ævinni finna fyrir ofsahræðslu. Hún hefst vanalega á unglingsárum, þótt hennar verði strax vart í barnæsku, og hún getur verið ættgeng. Ef ekkert er að gert getur ofsahræðslan og fylgikvillar hennar haft hræðilegar afleiðingar.

Ofsahræðsla skaðar sambönd barns eða unglings við vini og skyldmenni, hefur áhrif á skólagöngu og eðlilegan þroska. Börn og unglingar með ofsahæðslu geta verið kvíðin, þótt þau sýni ekki einkenni þess að vera í kvíðakasti. Sum reyna að forðast aðstæður sem líklegar til að stuðla að kvíðakasti eða staði þar sem enga hjálp er að fá. Sem dæmi um það þá vill barn með ofsahræðslu e.t.v. ekki fara í skólann eða vera aðskilið frá foreldrum sínum.

Í alvarlegum tilvikum neitar barnið hugsanlega að yfirgefa heimili sitt. Þegar barnið forðast vissa staði og aðstæður er nefnt víðáttufælni. Sum börn og unglingar með ofsahræðslu geta orðið þunglynd og jafnvel reynt sjálfsvíg. Flóttaleið einhverra unglingar er snúa sér að áfengi eða eiturlyfjum.

Ofsahræðslu meðal barna getur verið erfitt að greina en þegar vandinn hefur greinst er oftast auðvelt að eiga við hann. Ef grunur leikur á að börn og unglingar þjáist af ofsahræðslu ætti fyrsta skrefið að vera að fara með þau til skoðunar hjá heimilislækni eða barnalækni.

Finnist engin líkamleg ástæða er réttast að sálfræðingur eða barna- og unglingageðlæknir meti barnið. Nokkrar tegundir meðferðar eru áhrifaríkar. Stundum eru gefin lyf til að koma í veg fyrir kvíðaköstin. Meðferð sem heitir hugræn atferlismeðferð hefur reynst árangusrsríkasta meðferðarformið.

Þá er barninu kennt að hafa stjórn á kvíðanum eða kvíðköstunum þegar þau hellast yfir það. Ofsahræðsla læknast oftast við meðferð. Þá skal líka haft í huga að því fyrr sem barn fær meðferð við þessum kvilla þeim mun líklegra er að að það finni ekki fyrir fylgikvillunum eins og þunglyndi, víðáttufælni og fíkniefnaneyslu.


Fórnarlamb nauðgunar segir frá

Fórnarlamb nauðgunar segir frá:

Ég varð einu sinni fyrir ofbeldi. Hræðilegu ofbeldi. Ég ver grátt leikin og illa farin. Það versta var samt að ofbeldismaðurinn skildi eftir púka inn í mér. Andstyggilegan púka sem hann tróð beint inní fallegt hjarta mitt. Þá hélt ég að hjarta mitt væri ekki fallegt lengur, því það var fullt af þessum ljóta púka. Ég var ringluð og vissi ekki hvað ég átti að gera.

Ofbeldismaðurinn var farinn en púkinn var á þessum stað og vantaði rödd. Svo að ég gaf honum mína. Það hefði ég kannski ekki átt að gera, en það var eina leiðin sem ég rataði þá. Og púkinn tók til óspilltra málanna. Hann hafði alltaf nóg að segja. Hann gagnrýndi allt sem ég gerði og honum tókst alltaf að benda mér á allt sem miður fór.

Ekkert var nógu gott fyrir hann, það var sama hvað ég vandaði mig mikið, hann gerði ætíð stólpagrín að mér og hló þessum ískrandi, illgirnislega hlátri sínum. Hann sagði að ég væri ljót og vond persóna. Hann sagði að líkami minn væri svo afskræmilegur að ég ætti ekki að láta eðlilegt fólk sjá mig. Stundum grét ég þegar hann lér sem verst, en þá hlakkaði í honum og hláturinn ómaði hærra en nokkru sinni.

Púkinn varð hluti af lífi mínu og eina leiðin sem ég kunni til að lifa með hann í hjartanu mínu var að vera hluti af mér og ég leyfði honum að trúa því. Ó hvað ég var eftirlát við þessa andstyggð.Og reyndar ruglaðist ég iðulega í ríminu. Hvað var ég að segja og hvað var hann að segja? Það er reyndar ekkert skrýtið, ég hafði gefið honum röddina mína. Svona leið langur tími. Þetta var tíminn sem púkinn notaði til að tæta mig í sig og honum gekk vel. Þangað til dag einn að ég tók ákvörðun.

Ég tók þessa ákvörðun af því að ég er lifandi.Ég ákvað að lifa áfram, en ég ætlaði að hætta að vera fórnarlamb ofbeldismannsins og púkans. Það var eins og að klífa himinhátt fjall. Fjall sem var fullt af grjóti og hrikalegum skriðum. Oft hrasaði ég svolítið aftur niður, en aldrei mjög langt. Ég stóð alltaf á fæturnar aftur, því upp skyldi ég fara. Púkinn skammaðist og reifst alla leiðina og vissulega hlustaði ég oft á hann.

Mér fannst hann vera eins og þungur steinn í hjarta mínu sem æ erfiðara var að burðast með. Ég fann núna að púkinn var sko enginn hluti af mér og hafði aldrei verið. En það var erfittt að sannfæra hann um það, hann heyrði nefnilega aldrei til mín. Hvernig gat ég talað inn í hjartað á mér Púkinn fór létt með að tjá sig, ég talaði alltaf fyrir hann sem fyrr. Ég fann að hann var að hægja á ferð minni og ég vissi líka að ég kæmist aldrei alla leið með hann inní mér.

Ég hugsaði ráð mitt og allt í einu vissi ég hvað ég gæti gert. Ég lagðist niður í grænt og fallegt gras og fyllti skilningarvit mín öll með lífinu. Þá fór ég með sál mína og leitaði inn í hof mitt. Þar fann ég sterkan vin og horfði á hann þar til hendur mínar urðu logagylltar. Og ég fór inn í hjarta mitt og sá hvað allt var þar fallegt, nema púkinn. Með sólina í höndunum reif ég púkann úr brjósti mínu og skildi aðeins eftir fegurðina.

Púkann setti ég upp á öxlina mína, þar sem hann grenjaði af ótta við birtuna. Ég tók af honum rödd mína og hann neyðist til að nota sína eigin. Þegar ég opnaði augu mín næst, sá ég púkann í sinni réttu myndi í fyrsta sinn. Hann var lítill og horaður. Ræfilslegur og aumkunarverður. Og ég fann að hann myndi ekki segja mér til framar, Hann reyndi nú samt eins forhertur og hann er. En ég svaraði honum fullum hálsi.

Rödd mín var sterk og hljómfögur, en hann skrækti bara eitthvað, samhengislaust og mjóróma. Nú leið mér vel. Upp frá þessu hefur púkinn hangið á öxl minni, hálfmeðvitundarlaus og ruglaður. Hann röflar stundum eitthvað en þegar ég læt hann útskýra sig þá getur hann það ekki og þagnar. Púkinn má alveg vera á öxlinni, því með sinni eigin rödd segir hann ekki margt sem hlustandi er á . Í hjarta mitt fær hann aldrei að koma framar, ég á það sjálf.

Ég er víst falleg manneskja og ég er líka svolítill sigurvegari


Forvarnir virka !!

Forvarnir virka !!

Enn í dag er áfengi vinsælasti vímugjafi meðal unglinga og sá vímugjafi sem oftast er settur í samhengi við hættulega hegðun – ölvunarakstur , ótímabæra þungun,  sjálfsmorð og ofbeldi.  Þrátt fyrir skelfilegar tölfræðilegar staðreyndir er foreldrum þó fært að halda börnum sínum frá áfengi. 

 

 

Í raun eru afskipti foreldra lykilþáttur í að hjálpa börnum að standast þá freistingu að drekka.  Með afskiptum er þá átt við að foreldrar gefi sér tíma til að ræða við börnin sín oft og tímanlega um þær áhættur sem fylgja neyslu áfengis.  Því meira sem börn okkar vita um þennan öfluga vímugjafa því betra..

Ef við viljum að börnum okkar takist að forðast freistingar áfengis verðum við að gefa þeim hvetjandi ástæðu til að standast þann félagslega þrýsting sem þau horfast í augu við.  Við getum byrjað á því að gefa gaum að því hvernig við sjálf bregðumst við áreiti í daglegu lífi. 

 Ef við bendum börnum okkar á árangursríkar leiðir til að bregðast við slíkum kringumstæðum þá eru minni líkur á því að þau teygi sig í áfengi eða önnur ávanabindandi vímugjafa sem geta haft neikvæð áhrif á hæfileika fólks til að bregðast skynsamlega við mismunandi kringumstæðum..


Hafa ber í huga að......

Hafa ber í huga að:

Foreldrar bera ábyrgð þar til barnið er orðið 18 ára.

Unglingur þarf að meðaltali minnst níu stunda svefn á sólarhring.

Syfjaðir og þreyttir nemendur eiga erfitt með að einbeita sér við nám

Foreldrar ættu að þekkja vini barna sinna og foreldra þeirra, vita hvar barnið er þegar það er að heiman.

Vanrækt og afskipt börn og börnum sem líður illa eru líklegri fórnarlömb fíkniefnasala en önnur.

Foreldrarnir eru oftast lykillinn að lausn vandamála sem upp koma Góð fyrirmynd er gulls ígildi.

Ert þú góð fyrirmynd á þínu heimili?

Ert þú tilbúinn að gefa barninu þínu tíma til að stuðla að því að það eignist góðar minningar um æskuárin?


Ástar og kynlífsfíkn

Ástar og kynlífsfíkn.

Hvað er það eiginlega? Hvernig er hægt að vera sjúkur eða sjúk í ást eða kynlíf ? er búið að skilgreina allt sem fíkn og má ekkert lengur, ekki einu sinni vilja fara í samband eða fá sér á broddinn ? Að bregðast við með því að fara í netta vörn hljóta að vera eðlileg viðbrögð manneskju sem heyrir í fyrsta sinn minnst á ástar og kynlífsfíkn, enda virðist þessi áratugur sem við lifum núna með endemum litaður af allskonar vandamálaskilgreiningum sem enginn hefur áður heyrt um.

Halldór Laxness blessaður sagði í einhverri bókinni að mannkynið ætti ekki að farast úr sálgreiningum og sýfilis og það er kannski ekki svo langt frá sannleikanum nú á gullöld geðlyfja og lauslætis. Þrátt fyrir það má alveg skoða ástar og kynlífsfíknar fyrirbærið betur því að á sama tíma og ótrúlegustu sálarástönd eru orðinn vandamál verður ekki undan því litið að daginn út og inn er haldið að okkur margskonar ástar og kynlífsáróðri sem erfitt er að loka augunum fyrir.

Bíómyndir, sjónvarpsþættir og dægurlagatextar hamra á því að ástin sé málið og það sé ekki hægt að lifa hamingjusamur án þess að finna sér maka og stunda kynlíf eins og kynbótanaut. Þá sé maður hálfur kálfur og allt í klessu. Kynlífsaldan í fjölmiðlum hefur einnig orðið til þess að menn eru farnir að fletta klámi á netinu meðan þeir borða rúnstykkið og einkaritararnir lesa um snípsáburði á femin.is. eðlilega hljóta að verða margskonar afleiðingar af þessu bæði góðar og slæmar og maður væri bara vitlaus að reyna að horfa framhjá því.

Kynlífsfíkn :

Kynlífsfíkn er til á mörgum stigum og birtingarmyndir hennar eru allt frá þráhyggjukenndri sjálfsfróun til kynferðisglæpa, en núna ætlum við bara að skoða það sem er kallað fyrsta stigs kynlífsfíkn, en með því er átt við kynferðishegðun þar sem enginn er fórnarlamb í lagalegum skilningi þess orðs. Kynlífsfíkill sem ekki er orðinn svo langt leiddur að hann sé farinn að stunda beina kynferðisglæpi getur stundað strippklúbba, skoðað klámblöð og klámmyndir.

Hann getur fróað sér fram úr hófi, keypt sér vændi, stundað margendurtekið “ einnar nætur gaman “ eða átt marga bólfélaga. Einnig getur hann dvalið langtímum saman á spjallrásum á netinu, stundað símasex og svo mætti lengi telja. Kynlífsfíkillinn getur fundið sig í einu eða mörgum þessara atriða en hegðun hans er þráhyggju, endurtekinn og henni er stjórnað af fíkn.

Það sem í upphafi einkenndist af forvitni og smá spennu er nú orðið að þráhyggju, sektarkennd, sjálfsréttlætingum og tilfinningalega ruglandi ástandi. Þetta fer að taka meiri og meiri tíma í lífi fíkilsins, jafnvel þótt “kikkið” sem hann fær út úr þessu verði minna og minna.

Ástarfíkn :

Við sjáum ást eða rómantíska ást sem grundvallar undirstöðu þess að við höfum áhuga á því að fara í alvarlegt samband við aðra manneskju. Ef það er enginn rómantík í loftinu og okkur finnst við ekki vera ástfanginn þá er ekki líklegt að það sé hjónaband eða sambúð á næsta leyti. Að vera ástfanginn er ástand sem lætur manni líða eins og maður sé hátt uppi, í ástarvímu, alsælu. maður fær aukinn kraft og veröldin breytir um lit.

Ástin verður að fíkn þegar þessi tilfinning sem á sér stað í upphafi sambands verður að markmiði. Þegar einstaklingurinn verður háður fyrstu dögunum þegar þú getur setið og horft endalaust inn í augun á hinum aðilanum án þess að þurfa endilega að segja neitt. Þegar það bara að heyra röddina á símsvaranum verður til þess að hjartað taki kipp. Þegar kossarnir láta þig svífa og þú hugsar ekki um annað en hann eða hana. Fólk getur orðið háð þessum breytingum og þær verða m.a. til þess að fíknin snýr lyklinum og fer í gang.

Ást og kynlíf fara hönd í hönd. Þegar við erum ástfanginn þá stundum við oftar en ekki kynlíf með viðkomandi og það kynlíf köllum við að “elskast”. Fyrir kynlífs og ástarfíkillinn verður hinsvegar kynlíf innan ástarsambands fljótlega þreytandi og leiðinlegt. Um leið og hormónarnir hætta að pumpast útí blóðið með sama krafti og í byrjun þá hættir þetta fljótlega að vera fjör. Vímutilfinningin dofnar og raunveruleg vinna innan sambandsins þarf að byrja að eiga sér stað.

Þá leitar kynlífsfíkillinn fljótt inn á sín svið, ástarfíkillinn fer að horfa í aðrar áttir og fíknaferlið fer aftur í gang. Vonin sem ástarfíkillinn ól í brjósti sér um að nýja sambandið yrði það síðasta deyr og ástarfíkillinn situr uppi með bömmerinn, skömmina, missinn og sektakenndina. Ekki örvænta það er hægt að redda þessu! Bataferlið frá þessum fíknum er það sama og við flestum öðrum fíknum tólf spora kerfi AA samtakanna hefur dugað til að drekkja allskonar vandamálum og fíknum og ástar og kynlífsfíkn er þar enginn undantekning.

Fyrsta skrefið er að viðurkenna að það sé vandamál fyrir hendi. Með því að vera hreinskilinn við sjálfan sig opnast gáttir inn í sálarlífið og það er útgönguleiðin úr vandanum. Fíkillinn veður að sjá hvernig þunglyndi hans, stress, kvíði og aðrar óþægilegar tilfinningar eiga rætur sínar að rekja til þessarar þráhyggjuhegðunar og með því getur hann byrjað að sleikja sárin það er hægt að fara á spjallrás á netinu þar sem fólk sem hefur fundið sig í þessu hittist og reynir að leysa vandann í sameiningu.

Einnig er hægt að komast í beint samband við manneskju sem hefur komið sér út úr vítahringnum og hún deilir með þér reynslu sinni og styrk. Sálfræðingar geta líka hjálpað og þeir eru jú bara í símskránni.


Grunur um fíkniefnaneyslu

Hvernig veit ég hvort barnið mitt er í vímuefnaneyslu?

Helstu einkenni barna og ungmenna sem eru í neyslu fíkniefna má sjá á lista hér að neðan. Rétt er þó að minna á að miklar breytingar eiga sér stað bæði andlega og líkamlega á unglingsárunum og því ber að velta málunum vel fyrir sér áður en ungmennið er grunað um fíkniefnaneyslu.

Á listanum hér að neðan eru nokkur atriði sem gætu sést í fari þeirra sem eru að byrja neyslu fíkniefna. Athugið að ekki er nóg að um eitt atriði sé að ræða til þess að ástæða sé til grunsemda um fíkniefnaneyslu. Sjái forráðamenn hins vegar mörg þeirra atriða sem hér eru nefnd þá ættu þeir að leita að neysluáhöldum og fylgjast vel með ástundun náms og hvaða vini barnið umgengst.

  • Minni áhugi á fjölskyldunni, skrökvar, brýtur reglur
  • Slappleiki, syfja, endurteknar og óljósar líkamlegar kvartanir. og óreglulega, sólgnari í sætindi en áður.
  • Hefur misst áhuga á íþróttum, félagsstarfi.
  • Námsárangur eða vinnuástundun hrakar.
  • Borðar oft lítið
  • Verður rauðeygður og voteygur undir áhrifum. út undir áhrifum kannabisefna, örvandi efna, (augasteinarnir).
  • Sjáöldrin víkka
  • Viðkomandi verður óskýr í máli.
  • Sýnir ýmsar ósjálfráðar hreyfingar sem benda til spennu.
  • Getur verið reikandi í spori.
  • Holdafar breytist, léttist. , fær sér oft að drekka.
  • Munnþurrkur
  • Fölari í andliti.
  • Hirðir ekki um að þrífa sig.
  • Eignast nýja félaga (neyslufélaga), ósýnilegir vinir.
  • Nýjir hlutir, öðruvísi hlutir í herberginu til dæmis neysluáhöld
  • Lyktin í herberginu er öðruvísi.
  • Í samfelldri neyslu fer fljótlega að bera á einbeitingarskorti, minnisleysi, viðkomandi verður skilningssljór, utangátta, með brenglað tímaskyn. , skapverri og uppstökkari.Smekkur breytist jafnvel á til dæmis fatnaði og tónlist.
  • Skapgerðarbreytingar
  • Áhugi á myrkri dulspeki, fatnaður, merki, tákn o.fl.
  • .

Munir sem gætu fundist á heimilum og þar sem unglingar venja komur sínar sem gætu vakið grun um neyslu eru meðal annars: Plast utan af sígarettupökkum eða plastfilma gæti fundist samankrumpað og litað af hassi. Afskorinn filter af sígarettum. Álbréf innan úr sígarettupökkum, með brúnum brunabletti bréfmegin. „Hasslón" það er plastflöskur og áldósir sem búið er að brenna eða gera aukagat á. Einnig má nefna reykjarpípur, sviðinn álpappír, sviðnar skeiðar, sprautur og nálar, duft, töflur eða ókennileg efni í ýmsu formi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband