Færsluflokkur: spurt og svarað ?
Spurt og svarað VII "Hvernig get ég vitað það ?"
1.11.2010 | 20:51
Hvernig get ég vitað? | ||
1. Hvernig get ég vitað að unglingurinn minn er byrjaður að neyta vímuefna.? |
spurt og svarað VI " Ég er 16 ára fíkill og þarf hjálp"
29.10.2010 | 07:44
Hæ ég er 16 að verða 17 ára stelpa og ég er fíkill, Hassfíkill. Ég byrjaði bara í vetur þegar það komu upp vandamál í lífi mínu. Byrjaði bara. Hass og Hass og Hass varð líf mitt í nóvember og smá af desember. Samt í enda nóvember brjálaðist elsti stjúpbróðir minn við mig útaf þessu ( hann og annar stjúpbróðir minn eru báðir í neyslu) hann öskraði á mig og meðan ég var í heimsókn hjá þeim og allt varð brjálað. En ég þurfti endilega að falla aftur í janúar, var edrú í mánuð, aftur í febrúar. og í Mars þá notaði ég helling af spítti og hassi og áfengi og þannig. hvað er eiginlega komið yfir mig. hata að vera fíkill, hata að bregðast mömmu og öllum systkinum mínum og vinum mínum og sumir hafa prófað þetta og mér finnst að það sé mín sök því ég var með þeim. Hvað á ég að gera??? Ég fæ oft fráhvarfseinkenni og eina leiðin til að losna við þau í einhvern tíma er að fá sér í haus.
Svar: Af bréfi þínu að dæma er augljóst að þú hefur átt um sárt að binda um nokkuð skeið og því miður eins og vill svo oft gerast hefur þú fundið flótta í neyslu vímuefna. Mikilvægt er þó að muna að hættulegt getur verið að stimpla sjálfan sig sem \"fíkil\" þar sem það færir ábyrgð vandans og lausn hans úr þínum höndum en í raun er lausnin á þínu valdi. Ef þú tekur eitthvað úr þessu svari er ef til vill það mikilvægasta að það skiptir ekki máli hversu oft þú reynir að hætta (ferð í meðferð), ef þú tekst ekki á við rót vandans eru alltaf líkur á að þú munir falla. Í byrjun bréfsins segir þú að neyslan hafi byrjað eftir að vandamál komu upp í lífi þínu en það hljómar eins og klassískt dæmi um það þegar fólk reynir að deyfa sársaukann og vonar að vandamálið hverfi með tímanum. En málið er að vandamál hverfa ekki bara, þau leggjast tímabundið í dvala og ef að þú tekst ekki á við þau þá eiga þau bara eftir að koma upp aftur á yfirborðið og þá jafnvel með meiri krafti en áður og þá eru allar líkur fyrir því að þú fallir aftur. Þú verður að komast að því hvað það er sem lætur þér líða svona illa og takast á við það þannig að þú þurfir ekki á fíkniefnunum að halda til að deyfa tilfinningarnar. Þá myndi ég mæla með því að þú færir inn í AA og færir að vinna í sporunum. Fáðu þér góðan trúnaðarvin sem þú getur treyst og farðu að vinna í prógramminu. Gangi þér vel |
spurt og svarað ? | Breytt s.d. kl. 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt og svarað V " Hjálp!"
27.10.2010 | 07:33
spurning:
Þannig er að ég er í sambandi við mann. Hann getur mjög illa stjórnað drykkju sinni. Hann dettur kannski í það 2svar í mánuði að jafnaði og drekkur mjög illa í hvert skipti. Hann skandaliserar yfirleitt alltaf, hann hefur barið mig svo eitthvað sé nefnt. Hann drekkur jafnvel þótt hann sé með börnin sín hjá sér. Hann fær yfirleitt töluverðan mórall eftir djamm. Hann á til að muna ekki stóra kafla. Hann hefur viðurkennt að nota áfengi sem deyfilyf vegna erfiðra tilfinninga. Hann hefur tvisvar sinnum frá áramótum ákveðið að hætta að drekka en ekki fylgt því eftir nema í um einn og hálfan mánuð.
Svar:
|
Spurt og svarað IV "Dóttir mín 15 ára er byrjuð í neyslu"
26.10.2010 | 14:51
Dóttir mín 15 ára gömul er komin í neyslu! | ||
Móðir spyr: Kæra móðir: Spurðu hana hvort hún sé tilbúin til að koma með þér í ráðgjafarviðtal niður í Foreldrahús. Í framhaldi skaltu panta viðtal í Foreldrahúsinu, hvort sem telpan þín er tilbúin til að koma með þér eða ekki og ættuð þið bæði foreldrar hennar að koma í slíkt viðtal. Oftast er hægt að fá viðtal við ráðgjafa samdægurs. Einnig gætirðu leitað til okkar hjá Lífsýn hringt og fengið viðtal hjá okkur hvort sem það er fyrir þig eða dóttur þína hjálpin er nær þér en þú heldur, Bið eftir viðtali hjá sálfræðingi er oftast um 2-3 vikur. Gangi ykkur vel! |
Spurt og svarað III "Hann vill ekki halda áfram"
26.10.2010 | 14:46
Hann vill ekki halda áfram!
| ||
| ||
Ég var að lesa spurt og svarað á heimasíðunni ykkar og hafði gagn af. Við eigum í erfiðleikum með 16 ára fósturson okkar sem er nú þegar búinn að viðurkenna að grunur okkar varðandi hassreykingar var á rökum byggður. Hann vill ekki halda áfram slíkri neyslu og hefur verið í viðtölum við sálfræðing til þess að fá stuðning. Út úr þeim viðtölum hefur lítið komið fram því miður og erum við þrátt fyrir þetta enn í lausu lofti varðandi þetta mál. Hann lýgur að okkur og við finnum að allt traust er farið forgörðum. Tekið hefur verið af honum þvagpróf sem sýndi að ekki var neysla í það skiptið n.b. hann veit að hann getur átt von á slíkum prófum hvenær sem er. Spurningar hrannast upp eins og t.d.: Erum við að gera rétt með því að taka af honum fasta vasapeninga,( þegar hann hefur sýnt fram á að meira en þúsund krónur í einu eru honum um megn ef farið er fram yfir þá upphæð leiðir það oftast til einhverjar misnotkunar, sígarettur, áfengi eða jafnvel til hassneyslu)? Hann leggur það á borð fyrir okkur að sígarettureykingar heyri fortíðinni til en í gær var hann hankaður á því að vera að kveikja sér í sígarettu úti á götu, hafði sér ekkert til varnar. Hann hefur ekki kveikt á gsm. símanum sínu til þess að ekki náist í hann og segir ekki frá eins og málin eru núna að hann hefur glatað símanum sínum (þetta er þriðji síminn sem hann á) fékk símann í jólagjöf og fannst það ekki vera jólagjöf sem hafði eitthvert gildi fyrir hann, átti sennilega bara að fá símann aukreitis en ekki sem, gjöf. Honum eru settar þröngar skorður varðandi útivistartíma á virkum dögum á hann að vera kominn inn fyrir kl. 23.30 og um helgar í síðastalagi kl. 1.00 að miðnætti er þetta sanngjarnt? Þakka fyrir Kæra foreldri Það er gott að heyra að þú hafðir gagn af spurt og svarað hjá okkur. Hvað fósturson ykkar áhrærir, þá heyrist mér þið vera í nokkuð slæmum vanda. Ég hef þó ýmsar spurningar sem mér finnst mikilvægt að vita svörin við. Er drengurinn í skóla eða vinnu? Mætir hann þar og stendur sig? Ef svo er, þá skiptir það miklu máli og er jákvætt. Stendur hann við útivistartímann? Ef svo er, þá skiptir það líka miklu máli og er líka jákvætt. Þriðja spurningin sem ég hef er um hvað sé aðalmálið, sígarettureykingarnar, áfengisdrykkjan eða hassreykingarnar? Auðvitað erum við öll sammála um að unglingar eigi ekki að reykja sígarettur eða drekka áfengi. En ég held líka að þegar maður stendur í ykkar sporum, þá hljóti hassreykingarnar að vera aðalvandamálið og það sem þið eruð hræddust við. Þessar spurningar allar lúta að því hvernig þið getið byggt upp traust að nýju. Það verður að vera alveg ljóst, bæði fyrir ykkur og hann hvernig hann á að fara að því. Máli skiptir að einbeita sér að því sem máli skiptir til að minnka líkurnar á því að honum finnist hann þurfa að ljúga að ykkur eða fara á bak við ykkur. Eins og staðan er núna, þá hlýtur fyrsta skilyrðið fyrir því að byggja upp traust að vera að hann mælist ekki í neinni neyslu á hassi. Hann þarf að fara í próf reglulega og þau þurfa að vera óvænt. Það þarf að standa yfir honum á klósettinu og passa að hann geti ekki sett neitt út í þvagið eða notað þvag úr öðrum. Ef hann mætir í skóla eða vinnu og þið fylgist með því a.m.k. einu sinni í viku að hann sé í alvöru að mæta, þá er hann líka að vinna sér inn punkta. Ef hann stendur við útivistartíma gildir það sama. Hvað vasapeninga áhrærir, þá er mjög erfitt að taka alla vasapeninga af krökkum í dag. Betra er að það sé ljóst hvað hann á að fá og hvenær. Ef hann höndlar ekki stórar upphæðir í einu, skiptið því þá niður og látið hann hafa peninga 2svar eða 3svar í viku. Það á að vera alveg ákveðið hvaða fjárhæð hann fær og hvað hann á að sjá um að greiða sjálfur með því (símakort, sælgæti, gos, bíóferðir, skólaskemmtanir o.s.frv. ljóst er að ef hann á að borga mat í skóla, þá þarf hann meira). Einnig þarf að vera ljóst hvað er ekki innifalið í vasapeningnum (föt, matur í skóla, bíóferðir, skólaskemmtanir o.s.frv.) Í ykkar sporum mundi ég jafnvel sleppa því að gera mál úr því hvort hann eyðir í sígarettur eða ekki. Ljóst er þó að hann hefur ekki ykkar leyfi til að reykja og gerir það ekki heima eða fyrir framan ykkur, en að öðru leyti mundi ég láta það kyrrt liggja. Það að byggja upp brotið traust er alltaf erfitt. Það er einstigi sem þarf að feta með varúð. Hvorki má setja of ströng skilyrði, of óljós, né of algild (t.d. að "vera almennilegur"). Það þarf líka að vera ljóst hvað það felur í sér ef hann stendur sig. Fær hann þá t.d. lengri útivistartíma um helgar? Þarf hann þá ekki lengur að taka hasspróf, eða bara sjaldnar? Fær hann þá meiri vasapeninga aftur? Getur hann þá unnið sér inn fyrir nýjum síma? Allt þetta og meira getur komið í kjölfar þess að hann standi sig. Mikilvægt er að hann og þið séuð í sameiningu að vinna að því að byggja upp traustið og að öllum sé ljóst hvernig staðan er. Ég legg til að þið farið yfir stöðuna einu sinni eða tvisvar í viku til að allir séu með á nótunum hvað er að ganga vel og hvað þarf til að gera betur eða ná tilætluðum árangri. Það er nauðsynlegt fyrir hann að vita hvernig hann á að fara að því að mæta kröfum ykkar og hvað felst í því, því annars gefst hann bara upp og telur að það sé ómögulegt fyrir sig að ná nokkurn tíma trausti ykkar á ný fyrst það brotnaði yfir höfuð. Ég vona að þessar ráðleggingar hjálpi ykkur, en bendi ykkur einnig á að þið getið sótt ykkur aðstoð fyrir ykkur, ef þið viljið, eða son ykkar. |
Ekki vanmáttur , heldur styrkur !!
25.10.2010 | 23:33
það er ekki vanmáttur að leita sér hjálpar það er styrkur að gera það og hananú!
Spurt og svarað dálkurinn hefur tekið til starfa og endilega kynnið ykkur það og sendið mér spurningar ef ykkur vantar svör við eitthvað sem varðar forvarnir, allskonar fræðslu t.d. áfengi eða önnur fíkniefni áhrif eða skaðsemi.
Nýtt fræðsluefni er fært hingað á bloggið okkar á hverjum degi og nú hafa bæst við fleiri spurningar frá fólki sem er í vandræðum og hafa þau sent inn spurningar !
á email. lifsyn@lifsyn.is
Spurt og svarað II "Eru til úrræði fyrir aðstandendur ?"
25.10.2010 | 20:32
Spurn:
Eru til einhver úrræði fyrir aðstandendur þegar fíkill vill ekki fara í meðferð. Það er martröð að hafa fíkil inn á heimili að mér finnst. Hvað er til ráða ?
Svar:
Það fer eftir því hvernig fíkn viðkomandi er að kljást við. Ef um er að ræða vímuefnafíkn þá er hægt að fara á aðstandendanámskeið hjá SÁÁ eða bara fá hjá þeim viðtal, til að læra að setja fíklinum eðlileg mörk. Hægt er að hringja í Lífsýn fræðsla og forvarnir og leita sér aðstoðar höfum verið að vinna gott starf með unglingum sem og fullorðnum einstaklingum með góðum árangri. Það getur stundum verið erfitt að setja fíkli stólinn fyrir dyrnar og fara fram á það að hann fari að taka ábyrgð á sjálfum sér. Fer það líka eftir því hvort um manns eigið barn er að ræða eða maka. en oft er þörfin sú að þegar fíkillinn finnur að allar hafa yfirgefið sig þá fyrst fer hann að vilja gera eitthvað í málunum.
Þegar um ungling er að ræða þá er hægt að leita til Foreldrahúsins en þeir aðstoða foreldra og uppalendur sem eru með börn sem eru byrjuð að nota vímuefni.
Gangi þér vel
Spurt og svarað : Ég á 19 ára dreng sem hefur verði í neyslu í um það bil þrjú ár.
23.10.2010 | 11:23
Spurt:
Ég á 19 ára dreng sem hefur verði í neyslu í um það bil þrjú ár. Var greindur
ofvirkur þegar að hann var yngri. Samhliða neyslunni hefur borið á ofbeldi.
Hann býr heima og ræður ekki við líf sitt, ástandið er skelfilegt og okkur
vantar hjálp. Það er alltaf sagt við okkur að hann sé orðinn sjálfráða og ef
hann vilji ekkert gera þá sé ekkert sem við getum gert.
Við köllum á hjálp. Hvað ráðleggur þú okkur?
Svarað:
Það er rétt sem ykkur hefur verið sagt. Ef sonur ykkar vill ekkert gera sjálfur, þá getið þið ekki neytt hann, nema hann sé greinilega að stefna lífi sínu og/eða annarra í hættu. Þá getið þið svift hann sjálfræði. Ráðgjöf varðandi það ferli ættuð þið að geta fengið hjá félagsþjónustunni eða dómsmálaráðuneytinu að ég tel.
Ef þetta er leið sem þið viljið ekki eða getið ekki farið, þá er lítið sem þið getið gert annað en að reyna að vernda ykkur sjálf, heimili ykkar og önnur börn ykkar ef einhver eru.
Ég veit að það reynist foreldrum ávallt erfið ákvörðun að vísa börnum sínum á dyr og það gerir ekkert foreldri, nema allt annað sé fullreynt. Ég vil þó benda ykkur á að þið eruð að styðja son ykkar í því að halda áfram í neyslu með því að veita honum ókeypis húsnæði og fæði.
Hann þarf ekki að horfast í augu við afleiðingar gerða sinna á meðan þið haldið yfir honum verndarhendi og þið eruð ekki að gera honum neinn greiða með því. Ég hvet ykkur því eindregið til að íhuga þann möguleika að setja honum stólinn fyrir dyrnar, þannig að hann þurfi að taka ábyrgð á gerðum sínum.
Þið þurfið að gera honum ljóst að þið eruð tilbúin til að styðja hann til allra góðra verka og að hann sé ávallt velkominn á heimili ykkar, hvort sem er í heimsókn eða til að búa, sé hann að gera uppbyggjandi og góða hluti, en þið treystið ykkur ekki til að hafa hann á heimilinu og fylgjast með honum eyðileggja líf sitt. Sé hann tilbúinn til að fara í meðferð, þá styðjið þið hann, annars verði hann að víkja af heimilinu.
Ég hvet ykkur einnig til að leita ykkur sjálfum hjálpar, því þið þurfið mjög á því að halda. Þið getið leitað til okka hjá Lífsýn og spjallað þar við ráðgjafa á staðnum einnig til Foreldrahússins í viðtöl, eða til sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Einnig getið þið leitað ráðgjafar hjá SÁÁ.
Gangi ykkur vel!
spurt og svarað ? | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spurt og svarað , Já það virkar....
23.10.2010 | 11:12
spurt og svarað dálkurinn hefur tekið til starfa og endilega kynnið ykkur það og sendið mér spurningar ef ykkur vantar svör við eitthvað sem varðar forvarnir, fræðslu, áfengi eða önnur fíkniefni og áhrif eða skaðsemi þess.
Ef þú ert foreldri sem hefur áhyggjur af barni þínu hvort það sé komið í neislu eða bara einhver einkenni sem þú tekur eftir !ert þú unglingur sem er bara að forvitnast þá er endilega að spurja maður lærir ekki öðruvísi !
það er ekki vanmáttur að leita sér hjálpar það er styrkur að gera það og hananú!
á email. lifsyn@lifsyn.is
spurt og svarað ? | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)